Umsagnir

„Við hjá HR erum afar ánægð með það samstarf sem við höfum átt við Hannarr um notkun BYGG kerfisins í byggingafræðináminu.

Kerfið hentar okkur afar vel þar sem þar er haldið saman því ferli sem á sér stað frá ákvörðun um að fara í hönnun, umsóknir, byggingu og út framkvæmdatímann. Nemendur nota kerfið til að halda utan um skjöl og til að tryggja að það sé allt tekið með sem þarf að vera í utanumhaldi skjala og teikninga í hönnunar og byggingaferlinu. Kerfið hentar vel fyrir hópavinnu jafnt sem einstaklingsvinnu og tryggir að allir séu að vinna eftir sömu áherslum og virkar það því sem gæðakerfi. Eftir að byggingarlykill Hannarr, BL kerfið varð aðgengilegt um sömu gátt í gegn um BYGG kerfið, einfaldaðist einnig gerð kostnaðaráætlana og framkvæmdaáætlana, allt innan sama kefisins.

Það er einnig kostur að kerfið býður upp á að vista inn skjöl af ólíkum skrárformum þannig að notendum er frjálst að nota hvaða verkfæri sem hentar, kerfið tekur við því sem þarf að vista.”

Kær kveðja
Viggó Magnússon

Umsögn frá Viggó Magnússyni

kennara í Tækni- og verkfræðideild í HR

Umsögn frá Herði Má Gylfasyni hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars:

„Við hjá Bygg höfum notað verðskrá Hannarrs í áætlanargerð hjá okkur með góðum árangri. BYGG kerfið nýtist okkur vel til að sjá hvar við erum að gera vel og hvar við getum bætt okkur. Einnig notumst við við hluta öryggishandbókar sem er í kerfinu.“

Hörður Már Gylfason

Umsögn frá Herði Má Gylfasyni

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf.