Kostnaðaráætlanir
Til að taka ákvörðun um framkvæmdir er nauðsynlegt að vita hvað framkvæmdin muni kosta. Með BYGG-kerfinu er hægt að reikna út bæði staðlaða kostnaðaráætlun og nákvæma kostnaðaráætlun.
Stöðluð kostnaðaráætlun
Í BYGG-kerfinu gerir þú staðlaðar áætlanir fyrir mismunandi húsbyggingar.
Færð er inn brúttóstærð hússins og fær notandinn þá kostnaðaráætlun sem sýnir einstaka verkþætti byggingarinnar og áætlað magn og verð hvers þeirra.
Notandinn getur einnig valið um að sundurliða hvern verkþátt í efni, vinnu og annað.
Nákvæm kostnaðaráætlun
Í BYGG-kerfinu gerir þú nákvæma kostnaðaráætlun með notkun á byggingarverðskrá Hannarrs á rafrænu formi. Kostnaðaráætlunina má svo nota við tilboðsgerð, útborðagerð og verklýsingar.
Valin er annað hvort tóm áætlun til að vinna út frá eða stöðluð áætlun. Sé tóm áætlun valin þá birtist byggingarverðskráin og er þar fært inn það magn sem við á. Sé unnið út frá staðlaðri áætlun þá leggur kerfið til verkþætti, magn og verð þeirra, sem er síðan aðlagað viðkomandi verki.
Þegar áætlunin er tilbúin og þá má prenta hana út sem kostnaðaráætlun, tilboð eða útboð. Staðlaðar verklýsingar verða sjálfkrafa til þegar gerð er nákvæm áætlun og má einnig aðlaga þær að verkinu.
Uppfæra má eldri áætlanir til gildandi veðlags og nota má áður gerðar áætlanir sem fyrirmynd að nýrri áætlun.
Kostnaðaráætlun verður að verksuppgjöri
Vissir þú um leið og þú gerir kostnaðaráætlun fyrir verk í BYGG-kerfinu þá verður sjálfkrafa til verkuppgjörsform þess?
Í þessu felst verulegur vinnusparnaður við útreikninga á verkuppgjörum verka.
Kerfið hentar okkur afar vel þar sem þar er haldið saman því ferli sem á sér stað frá ákvörðun um að fara í hönnun, umsóknir, byggingu og út framkvæmdatímann. Nemendur nota kerfið til að halda utan um skjöl og til að tryggja að það sé allt tekið með sem þarf að vera í utanumhaldi skjala og teikninga í hönnunar og byggingaferlinu. Kerfið hentar vel fyrir hópavinnu jafnt sem einstaklingsvinnu og tryggir að allir séu að vinna eftir sömu áherslum og virkar það því sem gæðakerfi. Eftir að byggingarlykill Hannarr, BL kerfið varð aðgengilegt um sömu gátt í gegn um BYGG kerfið, einfaldaðist einnig gerð kostnaðaráætlana og framkvæmdaáætlana, allt innan sama kefisins.
Það er einnig kostur að kerfið býður upp á að vista inn skjöl af ólíkum skrárformum þannig að notendum er frjálst að nota hvaða verkfæri sem hentar, kerfið tekur við því sem þarf að vista.