Gæðakerfi

Vissir þú að öll þau verk sem eru byggingarleyfisskyld þurfa að fara í gegnum skjalaskoðun og virknisskoðun innan tólf mánaða frá skjalaskoðuninni og formlegt eftirlit er hafið?

BYGG-kerfið auðveldar þér að mæta þessum kröfum. Í BYGG-kerfinu eru öll þau lögbundnu gæðakerfi sem aðilar í byggingargeiranum þurfa að fá samþykki fyrir. Þessi gæðakerfi getur þú notað eins og þau eru sett upp, eða breytt þeim eftir þínu höfði. Gæðakerfin kosta ekkert fyrir áskrifendur BYGG-kerfisins.

Notendur BYGG-kerfisins geta lagt gæðakerfið fyrir Mannvirkja-stofnun óbreytt og sparað sér þannig vinnu við að semja gæðakerfið sjálfir.

Þú einfaldlega hakar við ákveðinn reit og veitir þannig Mannvirkjastofnun aðgang að gæðakerfinu þínu… gerist ekki einfaldara!

Hver er ávinningurinn af þessu ?

  • Að auðvelt sé fyrir notendur að búa sér til gæðakerfi – tillaga að gæðakerfunum fylgir BYGG-kerfinu, sem búið er að fá samþykki fyrir hjá Mannvirkjastofnun.
  • Með notkun gæðakerfanna eru gæði verka tryggð – markmið gæðakerfanna er að tryggja gæði verka og að uppfylla lögbundnar kröfur.  Þetta er tryggt, annarsvegar með samþykki Mannvirkjastofnunar á gæðakerfunum og hins vegar með skráningu á framkvæmdinni, sem fram fer í gæðakerfunum.
  • Auðvelt að vinna með gæðakerfin – gæðakerfin eru hluti af BYGG-kerfinu sem þýðir að þau eru netkerfi sem allstaðar má fara inn á til skoðunar, skráningar og úrvinnslu.
  • Hagkvæmt að nota gæðakerfin – gæðakerfin eru tengd við valin gögn í BYGG-kerfinu, sem forðar tvískráningu og sparar vinnu og eykur öryggi.
  • Auðvelt fyrir eftirlitsaðila að fylgjast með hönnun gæðakerfisins og skráningu í kerfiinu – eftirlitsaðili fær aðgang á netinu að gæðakerfi notanda í upphafi og í hverju verki, þegar notandi ákveður það.