Útboð

Útboðsgögn verða sjálfkrafa til í BYGG-kerfinu

3. Ábending

Þegar gerð er kostnaðaráætlun í BYGG-kerfinu verður sjálfkrafa til grunnur að ýmsum öðrum gögnum sem notuð eru við framkvæmdirnar. Nefna má t.d. magnskrá og verklýsingar sem verða jafnframt útboðsgögn ef verkið er boðið út.

Um leið og þú gerir kostnaðaráætlun fyrir verk í BYGG-kerfinu þá verða til útboðsgögn

Þegar gerð er nákvæm kostnaðaráætlun bygginga er fyrst reiknað magn þeirra þátta sem á að framkvæma. Þetta magn og einingarverð úr verðskrá Hannarrs mynda kostnaðaráætlunina. Alla þessa liði má endurskoða og breyta, telji menn ástæðu til þess. Kostnaðaráætlunina má prenta út sem magnskrá við útboð og einnig verklýsingar fyrir þá þætti sem koma fyrir í áætluninni. Verklýsingarnar verða sjálfkrafa til, en þær þarf að aðlaga því verki sem um ræðir hverju sinni. Áætlunina má prenta út sem magnskrá til útboðs, ásamt verklýsingunum.

Í BYGG-kerfinu verða þessi gögn jafnframt hluti heildarútboðsgagna verksins

Í BYGG-kerfinu er boðið upp á að setja upp heildarútboðsgögn. Gerð er tillaga að hvaða gögn þetta eigi að vera og vísað á þá staði í kerfinu þar sem finna má þau. Notandinn velur þar gögnin og setur inn í heildarpakkann. Einnig má ná þar í utanaðkomandi gögn til að setja inn í heildarútboðsgögnin.

Hver er ávinningurinn af þessu ?

• Beinn ávinningur verkkaupa af því að bjóða út verk er nánast alltaf mikill – á heimasíðu Hannarrs ehf má fletta upp á tölum þar sem fram kemur að meðaltalsmunur á hæstu og lægstu tilboðum í verk sé um 40%, yfir langt tímabil. Af þessum tölum má sjá að mikill ávinningur felst í því að semja við við lægstbjóðendur, enda hafi þeir og þeirra tilboð verið metið fyrir samning.

• Auðvelt er fyrir notendur að búa til útboðsgögn – tillaga að þessum gögnum í stöðluðu formi fylgir víða í BYGG-kerfinu eða gögnin orðið til við vinnslu í kerfinu.

• Gögnin eru vistuð sem heildargögn, sem gerir það auðvelt að fletta upp á þeim – aukin þægindi þeirra sem fletta þurfa upp á gildandi samningsgögnum, þar sem gögnin eru öll í einu skjali.

• Verktakinn fær aðgang að sínum gögnum í kerfinu og getur unnið með þau en fær lesaðgang að öðrum gögnum sem hann þarf að þekkja til.

KOSTNAÐARÁÆTLUN

TILBOÐ, ÚTBOÐ OG VERKLÝSINGAR

LESA MEIRA

HÖNNUN

ARKITEKT, BURÐARVIRKI, LAGNIR OG RAFORKUVIRKI

LESA MEIRA

ÚTBOÐ

VERKSKILMÁLAR, VERKLÝSINGAR, MAGNTÖLUR OG TEIKNINGAR

LESA MEIRA

VERKÁÆTLUN

VANTAR TEXTA HÉR OG NÁNARI LÝSINGU

LESA MEIRA

GÆÐAKERFI

ARKITEKTA,VERKTAKA, BYGGINGARSTJÓRA OG IÐNMEISTARA

LESA MEIRA

FRAMKVÆMDIR

VANTAR TEXTA OG NÁNARI LÝSINGU

LESA MEIRA

VERKUPPGJÖR

ÁFANGI 1,2, SAMNINGUR OG UPPGJÖR 1,2,3,

LESA MEIRA

HANDBÆKUR

HANDBÓK HÚSSINS, REKSTRARHANDBÆKUR

LESA MEIRA

VIÐHALD

VANTAR TEXTA HÉR

LESA MEIRA