Að færa gátlista með snjallsímaforriti BYGG-kerfisins.
Gálista BYGG-kerfisins má færa á hefðbundinn hátt í BYGG-kerfinu sjálfu, en einnig má færa þá í appi, beint inn í það verk sem við á.
Þú nærð þér í app sem Hannarr ehf hefur látið hanna í þessum tilgangi, hleður því inn í símann þinn og þar með getur þú náð í gátlistann og fyllt hann út í símanum.
1. AÐ HLAÐA NIÐUR APPINU (ANDROID):
Þú ferð inn í „Play Store“ á símanum þínum, smellir á innsláttarboxið (eða leitarboxið/gluggann) merkt „Google Play“. Þar færirðu inn nafnið BYGG-kerfi (sleppa ð-inu) og þá velurðu efsta möguleikann, smellir á Install eða Setja upp. Þegar appið hefur hlaðist niður er það tilbúið til notkunar.
2. AÐ NOTA APPIÐ
Nú geturðu opnað appið og ferð þá inn á Innskráningarsíðu þar sem þú skráir inn þitt notendanafn og lykilorð.
Þá færðu upp síðu með lista yfir þau verk sem hafa verið skráð í BYGG-kerfi notanda og velur þar það verk sem við á og ert þá komin/n inn á síðu sem sýnir aðgang að kaflanum “Myndir í BYGG-kerfinu”, en einnig að Gátlistum og listum Ástandsskoðunar. Þú velur þarna þann gátlista sem þú ætlar að vinna með.
Þú hakar nú við “Í lagi” við þá liði gátlistans sem búið er að ljúka við í samræmi við kröfur Mannvirkja-stofnunar og verkkaupa. Þær kröfur má lesa nánar um í:
Ekki er hakað við þá liði sem ekki standast kröfurnar, en þar má færa inn athugasemdir um ásæðu þess.
Ekki er heldur hakað við þá liði sem ekki eiga við í verkinu, en valin örin lengst til hægri og hakað þar við „Á ekki við“ ef liðurinn á ekki við og hverfur hann þá úr listanum.
Þarna má einnig færa inn myndir með liðunum eftir því sem ástæða er til að mati notanda.
Í lok hvers kafla gátlistans má færa lengri útskýringar einstakra liða ef á þarf að halda. Og einnig í lok listans í heild. Þú bætir síðan við liðum sem vantar í gátlistann.
Hver er ávinningurinn af þessu ?
- Síminn er alltaf í vasanum, tiltækur og handhægur að grípa til.
- Ekki þarf að vera með pappír og blýant eða tölvu á vinnustaðnum, sem getur verið erfitt t.d. í roki og rigningu.
- Sparar vinnu við innfærslu á gátlista í BYGG-kerfið þar sem því er lokið með appinu.
- Ekki gleymist að færa inn skráningar sem skipta máli vegna úttekta byggingaryfirvalda.
- Auðveldar samskipti þar sem skráningar og myndir vistast beint í verkinu og má skoða þar og ræða strax af þeim sem hafa aðgang að BYGG-kerfinu.