Verkuppgjör
Verkuppgjörsform verður sjálfkrafa til í BYGG-kerfinu
7. Ábending
Þegar gerð er kostnaðaráætlun í BYGG-kerfinu verður sjálfkrafa til grunnur að ýmsum öðrum gögnum sem notuð eru við framkvæmdirnar. Nefna má þar t.d. verkuppgjörsform.
Um leið og þú gerir kostnaðaráætlun fyrir verk í BYGG-kerfinu þá verður til verkuppgjörsform verksins
Þegar gerð er nákvæm kostnaðaráætlun byggingar er reiknað magn þeirra þátta sem á að framkvæma. Þetta magn og einingarverð úr verðskrá Hannarrs, einingarverð tilboðs eða önnur einingarverð mynda sundurliðaðan samning verksins.
Verkuppgjör verksins er stofnað í kafla 3.8 í BYGG-kerfinu og má gera það á nokkra vegu. Einfaldasta leiðin til þess er að flytja kostnaðaráætlunina yfir í liðinn verkuppgjör með umsömdum einingarverðum. Þetta er gert með einni skipun. Einnig má færa magnskrána inn í kerfið á sama hátt þó að hún sé í Excel, í samræmi við meðfylgjandi leiðbeiningar. Í þriðja lagi má færa inn samningsliðina lið fyrir lið, en það er seinlegt. Eftir að verkið er hafið og gera skal reikninga eru stofnuð uppgjör 1, 2 osfrv. og fært þar inn það magn sem á að reikningsfæra í það skiptið og reiknar kerfið þá út upphæð reikningsins. Einnig hvað búið er þar með að reikningsfæra og hvað er þá eftir af hverjum lið verksins. Aukaverk og vísitala reiknast einnig í uppgjörsforminu eftir því sem við á.
Hver er ávinningurinn af þessu ?
• Mikill vinnusparnaður – í stað þess að færa inn liðina í verkuppgjörið hvern fyrir sig þá er verkuppgjörið búið til með einni skipun.
• Öryggi – gögnin flytjast rétt yfir í verkuppgjörsformið og uppgjörin verða rétt reiknuð.
• Hvert uppgjör sýnir hvað á að reikningsfæra hverju sinni með aukaverkum og vísitöluálgi eftir því sem við á – og hvað er eftir af verkinu.
• Aukaverk og magnbreytingar eru hafðar í sérflokki og sést þannig strax hverjar breytingar verða á verkinu, t.d. sem heildarupphæð í hlutfalli við samningsupphæð.
• Staða verksins liggur strax fyrir í öllum liðum við hvert uppgjör.
• Skipta má verkinu upp í áfanga ef vilji er til þess og reikna hvern áfanga sjálfstætt.
• Verkuppgjörin eru vistuð í kerfinu á meðan þau eru til samþykktar og til áframhaldandi útreikninga og síðan í PDF formi sem endanlega samþykkt uppgjör.
• Sýnishorn af verkuppgjöri verður til í verkuppgjörinu sem má láta fyrlgja útboðsgögnum.
KOSTNAÐARÁÆTLUN
TILBOÐ, ÚTBOÐ OG VERKLÝSINGAR
LESA MEIRAHÖNNUN
ARKITEKT, BURÐARVIRKI, LAGNIR OG RAFORKUVIRKI
LESA MEIRAÚTBOÐ
VERKSKILMÁLAR, VERKLÝSINGAR, MAGNTÖLUR OG TEIKNINGAR
LESA MEIRAVERKÁÆTLUN
VANTAR TEXTA HÉR OG NÁNARI LÝSINGU
LESA MEIRAGÆÐAKERFI
ARKITEKTA,VERKTAKA, BYGGINGARSTJÓRA OG IÐNMEISTARA
LESA MEIRAFRAMKVÆMDIR
VANTAR TEXTA OG NÁNARI LÝSINGU
LESA MEIRAVERKUPPGJÖR
ÁFANGI 1,2, SAMNINGUR OG UPPGJÖR 1,2,3,
LESA MEIRAHANDBÆKUR
HANDBÓK HÚSSINS, REKSTRARHANDBÆKUR
LESA MEIRAVIÐHALD
VANTAR TEXTA HÉR
LESA MEIRA