Tilboðsgerð

Vissir þú að notkun á BYGG-kerfinu aukar líkurnar um helming á að þú eigir lægsta tilboðið?

Af 130 verkum þar sem Hannarr ehf hefur boðið í verk fyrir verktaka hefur verktakinn verið lægstur í 32 skipti, eða í 25% tilvika.  Aðrir bjóðendur í þessi verk voru alls 741 og voru þeir lægstir í 98 skipti og voru því 13% líkur á að þeir næðu verkunum.  Möguleikar þínir á því að þú hreppir tilboðsverk aukast þannig um helming ef þú notar BYGG-kerfið.   

 

Vissirðu einnig að með því að nota BYGG-kerfið þá eykst hagur þinn af tilboðsverkum um 18%?   

Tilboð Hannarrs ehf voru 1,7% undir kostnaðaráætlun að meðaltali í öllum þessum verkum á meðan tilboð annarra þar sem þeir voru lægstir voru 16,4% undir kostnaðaráætlun að meðaltali.
Afkoma verka Hannarrs fyrirtækjanna var þannig 18% betri en hinna að meðaltali.

Ef gengið er út frá verki upp á 100 miljónir kr. þá skiluðu verk Hannarrs 18 miljónum kr. meira í kassann en hinna bjóðendanna.

Og þetta gerðist jafnframt því að verkin voru eðlilega verðlögð, sem sést á því að verð bjóðenda Hannarrs ehf voru nálægt kostnaðaráætlun og nálægt meðaltali af hæstu og lægstu tilboðum.

Hver er ávinningurinn af þessu ?

  • Auknar líkur á að ná verkum – sparar vinnu og kostnað við tilboðsgerðir
  • Trygging þess að tilboð séu ekki of lág – kemur í veg fyrir tap á verkum
  • Eykur hagnað af verkum – dæmi, afkoman 18% betri
  • Lítill kostnaður af viðskiptum við Hannarr ehf – Árlegur kostnaður af því að vera áskrifandi að BYGG-kerfinu er innan við 100 þúsund kr. miðað við 100 verk í kerfinu eða færri.  Sé þetta borið saman við eitt verk upp á 100 milljónir, sem er verðlagt með BYGG-kerfinu þá gefur það af sér 18 miljónum kr. hærri upphæð en annars væri raunin.